Starf póstbera felst í að flokka póst eftir póstnúmerum og götuheitum og dreifa honum inn á einkaheimili og til fyrirtækja. Um getur verið að ræða ýmiskonar bréf, tímarit, auglýsingaefni, pakka og annað þess háttar. Aðallega er um útivinnu við dreifingu að ræða þar sem flokkun pósts í dag fer að mestu fram í vélum.
Bréfberar starfa flestir hjá Póstinum.
Helstu verkefni
- taka á móti og flokka póst
- bera út póst
Hæfnikröfur
Bréfberar þurfa að vera samviskusamir, ábyrgðarfullir og þjónustumiðaðir. Mikilvægt er að geta hvort tveggja unnið sjálfstætt og með öðrum. Bréfberi er andlit póstþjónustunnar út á við og þarf oft að geta brugðist hratt og nákvæmlega við, með þarfir kúnnans að leiðarljósi. Gott líkamlegt form er æskilegt og stundum er farið fram á ökuréttindi.
Byggt á Utdanning.no - Postbud
Tengd störf