Byggingafræðingar vinna við hönnun húsa og annarra mannvirkja, skipuleggja eða stjórna byggingaframkvæmdum ásamt því að sinna eftirliti og veita faglega ráðgjöf.
Í starfi byggingafræðings vinnurðu mikið með arkitektum, verkfræðingum, tæknifræðingum, iðnaðarmönnum og öðru starfsfólk í byggingariðnaði.
Byggingarfræðingar starfa víða; sem hönnuðir, verkefnastjórar eða gæðastjórar á arkitekta- og verkfræðistofum, á teiknistofum, hjá tryggingarfélögum eða hjá fyrirtækjum í byggingariðnaði.
Helstu verkefni
- meta kostnað við viðgerðir og viðhald
- gerð útboðs- og tilboðsgagna
- samningar við verktaka og val á efni
- samhæfa burðarþol og lagnir kröfum um eldvarnir, hljóðeinangrun og fleira
- endurgerð og endurbætur á gömlum húsum
Hæfnikröfur
Byggingafræðingur þarf að búa yfir nákvæmni í vinnubrögðum og skipulagshæfni. Í starfinu eru notuð ýmis hönnunar- og reikniforrit ásamt verkfærum til þess að meta ástand húsa. Áhugi á arkitektúr og hæfni í mannlegum samskiptum er einnig kostur.
Byggingafræðingafélag Íslands
Námið
Byggingafræði til BSc gráðu er þriggja til fjögurra ára nám við Háskólann í Reykjavík, að hluta til kennt í fjarnámi.
Tengd störf