Fasteignasalar starfa alla jafna á fasteignasölum og annast þar ráðgjöf vegna fasteignaviðskipta. Í starfinu felst að leita eftir tilboðum, útbúa kaupsamninga, ganga frá afsali og sjá um önnur gögn fyrir viðskiptavini. Fasteignasali er löggilt starfsheiti.
Löggiltir fasteignasalar þurfa að ljúka nokkuð viðamiklu námi og fá löggildingu frá dómsmálaráðuneyti.

Helstu verkefni

- skoða og meta fasteignir og taka myndir af þeim
- leggja til verð með hliðsjón af ástandi og aðstæðum á markaði
- veita almenna ráðgjöf um húsnæðiskerfið og lántökur
- auglýsa fasteignir til sölu í samráði við seljendur
- sýna lausar eignir og auglýsa eftir eignum
- útbúa skjöl á borð við kauptilboð, kaupsamninga, afsal og umboð
- gera eignaskipta- og leigusamninga

Hæfnikröfur

Í starfi sem fasteignasali er mikilvægt að þekkja vel til lagaumhverfis í fasteignaviðskiptum og samnings- og skjalagerðar. Góð samskiptafærni er mikill kostur sem og að sýna ábyrgð og geta unnið undir álagi. Gott tímaskipulag og tölvukunnátta eru einnig mikilvægir kostir í starfi fasteignasala.
Félag fasteignasala

Námið

Nám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala er námsbraut sem boðið hefur verið upp á við Endurmenntun Háskóla Íslands. Námið undirbýr þá sem vilja starfa við sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Hvort tveggja er hægt að stunda námið í staðnámi og fjarnámi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika