Flokkstjórar og leiðbeinendur í vinnuskólum skipuleggja og stýra sumarvinnu 14 – 17 ára unglinga. Vinnuhóparnir sinna umhirðu, ræktun, viðhaldi og fleiri verkefnum, oft í tengslum við garða, íþrótta- og útivistarsvæði. Verkefnin geta verið nokkuð fjölbreytt svo sem að gróðursetja, slá og raka, hreinsa beð, grisja skóg, mála, tína rusl, sópa, þrífa, smíða og leggja hellur, grasþökur eða göngustíga.
Helstu verkefni
- úthluta verkefnum og leiðbeina um vinnubrögð
- skipulagning uppákoma í tengslum við vinnuna
- gæta að og ganga frá áhöldum og vélum sem notuð eru
- samskipti við forráðamenn
- skrifa vinnuskýrslur og umsagnir
Hæfnikröfur
Flokkstjóri í vinnuskóla þarf að vera fær í samskiptum ásamt því að geta verið unglingum góð fyrirmynd. Vinnusemi, stundvísi og sjálfstæði í starfi eru jafnframt mikilvægir kostir. Í Reykjavík er lágmarksaldur leiðbeinenda 22 ár auk þess sem gerð er krafa um framhaldsskólamenntun.
Tengd störf