Forritarar vinna við að skrifa kóða á ýmsum forritunarmálum í þeim tilgangi að búa til hugbúnaðarforrit fyrir tölvur. Gjarnan er unnið út frá hugmyndum annarra, á borð við verk- og tölvunarfræðinga, og búnar til aðgerðir sem segja fyrir um hvað beri að gera til að viðkomandi hönnun geti litið dagsins ljós.

Sem tölvuforritari gætirðu unnið hjá margs konar fyrirtækjum eða stofnunum, gjarnan í samstarfi við annað tæknimenntað fólk.

Helstu verkefni

- skrifa, uppfæra og viðhalda hugbúnaðarkerfum
- leiðrétta villur í tölvuforriti eða hugbúnaði
- framkvæma prófanir og uppfærslur á hugbúnaði
- greina vandamál í hugbúnaði og leita lausna
- skrifa, greina, yfirfara og umrita tölvuforrit

Hæfnikröfur

Forritarar þurfa að hafa mikinn áhuga á hugbúnaðargerð og virkni tölva. Æskilegir eiginleikar forritara eru að hafa auga fyrir smáatriðum, vera glöggskyggn á tölur og rökvís ásamt því að geta hugsað í lausnum og greint vandamál fljótt og vel. Starf forritara er mikil nákvæmnisvinna og byggist á þolinmæði og einbeitingu.

Forritarar framtíðarinnar

Námið

Tölvunarfræði er þriggja ára nám á háskólastigi, í boði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Einnig eru margskonar námskeið tengd forritun í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika