Gæðaeftirlitsmaður hefur eftirlit með hráefni, hreinlæti, þrifum og búnaði við fiskvinnslu til að mæta gæðakröfum fyrirtækis og kaupenda. Í starfinu felst að halda utan um skráningar, tilkynna um frávik og gera viðvart ef gæðum er ábótavant.
Gæðaeftirlitsmaður vinnur sem undirmaður gæðastjóra.
Helstu verkefni
- tryggja að verkferlum sé fylgt og samræmis gætt við sýnatöku og úrvinnslu
- fylgjast með að hreinlæti sé ekki ábótavant, þrifum og ástandi búnaðar
- eftirlit með snyrtingu hráefnis, hvernig gert er að fiski, kælingu og hitastigi
- sjá til þess að umbúðir séu hreinar og rétt merktar
- leita að göllum, taka sýni, prufur og framkvæma lokaskoðun afurða
Hæfnikröfur
Gæðaeftirlitsmaður þarf þekkja vel til fiskvinnslu og þess hráefnis sem er til vinnslu hverju sinni. Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn og vera til staðar þegar vinnsla er í gangi. Eftirlitsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, séð til að unnið sé samkvæmt verklagsreglum og leiðbeint og gripið inn í, ef gæðum er ábótavant.
Starfaprófílar FA
Námið
Við Fisktækniskóla Íslands er í boði námsbraut í gæðastjórnun. Námstími er eitt ár sem skiptist í tvær annir og er kennt í dreifnámi og staðbundnum lotum.
Tengd störf