Gönguleiðsögumenn fara með ferðafólk í lengri eða styttri gönguferðir og fjalla um það sem fyrir augu ber; náttúru,  lífríki og samfélag.

Helstu verkefni

- skipuleggja eða útfæra gönguferðir um landið við sumar og vetraraðstæður
- taka á móti ferðafólki fyrir hönd ferðaskrifstofu eða skipuleggjanda
- aðstoða og miðla upplýsingum um klæðnað, búnað, næringu, veðurútlit o.þ.h.
- fylgjast með upplýsingum um veður og færð
- tryggja öryggi ferðafólks og bregðast við óvæntum aðstæðum

Hæfnikröfur

Gönguleiðsögumenn þurfa að kunna að lesa í landið, finna hentugar leiðir og tjaldstæði með tilliti til umhverfisþátta. Þekkja eðli straumvatna og geta valið vöð. Mikilvægt er að búa yfir færni í rötun, kunna að lesa kort, nota áttavita og staðsetningu með GPS tækjum. Einnig þarf að hafa vald á skyndihjálp og  mikla reynslu af útivist, ferðalögum, útilegum og gönguferðum um óbyggðir, jafnt að sumri sem vetri. Til að starfa sem gönguleiðsögumaður er nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Námið

Nám fyrir verðandi leiðsögumenn er við Menntaskólann í Kópavogi auk þess sem slíkt nám hefur verið í boði við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika