Líffræðingar vinna við margskonar rannsóknir á uppruna, skyldleika og starfsemi lífvera. Slíkar rannsóknir geta tengst plöntu- og dýralífi í lofti, á landi eða í vötnum og sjó og fara gjarnan fram með því að safna sýnishornum og gögnum sem síðan eru athuguð nákvæmlega.

Margir líffræðingar vinna hjá hinu opinbera, meðal annars við kennslu á öllum skólastigum og við rannsóknir. Einnig vinna líffræðingar í lyfja- efna- og matvælaiðnaði eða við matvælaeftirlit. Líffræðingar sérhæfa sig gjarnan á sviðum á borð við sjávarlíffræði, frumulíffræði eða lífefna- og sameindalíffræði.

Helstu verkefni

- greining tegunda
- skrá og vinna úr upplýsingum
- rækta örverur til framleiðslu ensíma, til dæmis fyrir lyfjaframleiðslu
- ræktun og greining á blóðfrumum, litningum og veirum

Hæfnikröfur

Líffræðingar þurfa að hafa áhuga á vísindalegum aðferðum í tengslum við rannsóknir á lífheiminum. Nákvæmni, þolinmæði og auga fyrir smáatriðum eru einnig mikilvægir eiginleikar í starfi líffræðings. Í starfinu er talsvert unnið við tölvur og ýmis forrit auk margvíslegra tækja og tóla á vettvangi rannsókna.

Líffræðigáttin

Námið

Við Háskóla Íslands er boðið upp á hvort tveggja, þriggja ára grunnnám í líffræði til BS-gráðu og framhaldsnám til meistaraprófs.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika