Skólastjóri grunnskóla er forstöðumaður skólans og veitir honum faglega forystu á sviði náms og skólaþróunar. Ábyrgð skólastjóra felst í að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir, stefnumörkun hans fylgi aðalnámskrá og rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
Skólastjórar grunnskóla þurfa einnig að huga að þáttum á borð við innra mat, áætlunum um endurmenntun starfsfólks, umsjón með skipulagningu sérfræðiþjónustu og gerð forvarnaáætlunar.

Helstu verkefni

- yfirumsjón með störfum og starfsþróun nemenda, kennara og starfsfólks
- skipulag náms og kennslu í skólanum
- innritun og útskrift nemenda
- þróun og umbætur í skólastarfinu
- samstarf heimilis og skóla og grenndarsamfélags
- samvinna við fræðsluyfirvöld
- ráðningar starfsfólks og starfsmannahald

Hæfnikröfur

Skólastjórar þurfa að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Mikilvægt er að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir metnaði og áhuga á menntun barna og unglinga. Nauðsynlegt er að vera fær um að leiða samstarf og samræðu ólíkra einstaklinga og geta kynnt skólastarfið innan skólans sem utan.
Skólastjórafélag Íslands

Námið

Skólastjórar í grunnskólum þurfa að hafa löggilt réttindi grunnskólakennara auk viðbótarmenntunar í stjórnun. Námið er í boði við deild kennslu- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika