Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði sér um alla þjónustu tengda hjólbörðum ökutækja eftir óskum viðskiptavina. Í starfinu felst meðal annars að setja sumarhjólbarða undir á vorin og vetrarhjólbarða að hausti.
Sem starfsmaður á hjólbarðaverkstæði gætirðu einnig unnið á verkstæði sem sér um allskyns annað viðhald og viðgerðir á farartækjum.
Helstu verkefni
- viðgerðir á hjólbörðum
- taka hjólbarða af felgu og setja nýjan á
- negla hjólbarða
- jafnvægisstilla hjól
- selja og ráðleggja viðskiptavinum um val á hjólbörðum
Hæfnikröfur
Starfsmaður á hjólbarðaverkstæði þarf að hafa áhuga á farartækjum og nokkurra þekkingu og reynslu af dekkjavinnu. Rík þjónustulund, gott viðmót og vandvirkni skiptir máli sem og öguð og sjálfstæð vinnubrögð.
Tengd störf