Starfsfólk í eldhúsum gisti- og veitingahúsa sinnir ýmsum störfum við matseld ásamt undirbúningi og frágangi undir umsjón faglærðra starfsmanna.
Sem starfsmaður í eldhúsi vinnurðu gjarnan vaktavinnu, miðlar upplýsingum á milli vakta starfsmanna og vinnur undir umsjón faglærðra starfsmanna.

Helstu verkefni

- aðstoð við matseld og framsetningu
- aðstoð við innkaup, birgðaumsjón og vörumóttöku
- frágangur og geymsla á matvælum
- uppvask og þrif á húsnæði og tækjum

Hæfnikröfur

Starfsmaður í eldhúsi þarf að geta unnið sjálfstætt eftir fyrirfram gefnu skipulagi og fyrirmælum. Mikilvægt er að fara eftir þeim hreinlætiskröfum sem gerðar eru og þekkja vel til þeirra verkfæra og efna sem unnið er með.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun í starfinu en ýmis starfstengd námskeið kunna að vera í boði svo sem í tengslum við Menntaskólann í Kópavogi eða Mími – símenntun.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika