Sundlaugarvörður/baðvörður passar upp á að reglum á sundlaugarsvæði sé fylgt, hugar að slysahættu og öryggi gesta ásamt því að leysa úr vandamálum sem skapast í kringum sundlaugar, heita potta og útisvæði. Innanhúss fylgjast sundlaugarverðir með ástandi laugar með aðstoð eftirlitsskjáa og kallkerfis.
Sem sundlaugarvörður/baðvörður gætirðu unnið í almennings- eða skólasundlaug. Starfinu fylgja mikil samskipti við sundlaugargesti.
Helstu verkefni
- fylgjast með sundlaugarsvæði og athöfnum gesta
- greina yfirvofandi hættu og koma í veg fyrir brot á öryggisreglum
- fylgjast með gæðum sundlaugarvatns og taka prufur
- aðstoða þá sem eiga í erfiðleikum á sundlaugarsvæði
- eftirlit og viðhald sundleikfanga og búnaðar
Hæfnikröfur
Í starfi sundlaugarvarðar er nauðsynlegt að hafa athyglisgáfu í lagi, eiga auðvelt með að taka ákvarðanir og geta brugðist skjótt við ef slys ber að höndum. Farið er fram á þekkingu í skyndihjálp og að slík réttindi séu endurnýjuð reglulega. Í starfinu er notast við eftirlitsmyndavélar og kallkerfi til að koma skilaboðum til starfsmanna eða gesta. Í starfinu er gott að vera vel á sig komin líkamlega og vel syntur.
Allar sundlaugar Íslands
Námið
Rauði Krossinn hefur staðið fyrir skyndihjálparnámskeiðum sem nýtast í starfi sundlaugarvarða.
Tengd störf