Tölvunarfræðingar setja upp tölvubúnað og sjá um rekstur, viðhald og breytingar á vél- og hugbúnaði. Í starfinu felast margvísleg verkefni tengd upplýsingatækni, gagnasöfnum, vefsmíði, netumsjón og forritun. Tölvunarfræðingur er löggilt starfsheiti.
Í starfi sem tölvunarfræðingur gætirðu unnið víða svo sem í tölvudeildum fyrirtækja eða hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum oft í samstarfi við aðra sérfræðinga á borð við verkfræðinga, kerfisfræðinga og rafeindavirkja.
Helstu verkefni
- búa til og smíða forrit og hugbúnaðarkerfi
- greina þarfir á sviði upplýsingatækni
- forrita ný kerfi, setja þau upp og skilgreina notkunarreglur
- viðhald hugbúnaðar; breyta forritum, kerfum og handbókum
- fylgjast með nýjungum
- þróa tæki, tól og aðferðir til að bæta tölvuumhverfi almennings
- kennsla og rannsóknir
Hæfnikröfur
Tölvunarfræðingur þarf að hafa mikinn áhuga á tölvum og virkni þeirra. Mikilvægt er að vera glöggskyggn á tölur og rökvís, geta hugsað í lausnum og vera fljót/ur að greina vandamál. Starf tölvunarfræðings er fjölbreytt og krefst mikillar nákvæmni og þolinmæði.
Félag tölvunarfræðinga
Námið
Grunnnám í tölvunarfræði er þriggja ára háskólanám til BS – gráðu við Háskóla Íslands og BSc – gráðu við Háskólann í Reykjavík.
Framhaldsnám til meistaragráðu er einnig í boði við báða skólana.
Tengd störf