Náms- og starfsráðgjöf er víða í boði til að auðvelda fólki að ákveða stefnu í námi eða starfi út frá eigin áhuga og styrkleikum.
Ráðgjöfin getur hjálpað til við að finna rétta braut.
Grunnskólar
Hluti sérfræðiþjónustu með áherslu á almenna velferð og framtíðaráform nemenda.
Háskólar
Fjölbreyttur stuðningur svo sem um námsval, vinnubrögð í námi og atvinnuleit.
Framhaldsskólar
Lögbundinn réttur nemenda til þjónustu náms- og starfsráðgjafa.
Vinnumarkaður
Áhersla á endurmenntun, atvinnuleit og starfsendurhæfingu.
Ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum
Náms- og starfsráðgjafar eru starfandi við flesta skóla auk annarrar stoðþjónustu. Best er að kynna sér þau mál á heimasíðum hvers skóla.
Ráðgjöf á háskólastigi
Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands - Almenn náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, úrræði í námi og prófum, námskeið og Tengslatorg
Náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík - Upplýsingar og aðstoð við að ná árangri í námi og átta sig á áhuga sínum og styrkleikum
Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri - Almenn náms- og starfsráðgjöf, námskeið, ráðgjöf vegna sértækra úrræða og sálfræðiþjónusta
Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Bifröst - Skipulögð vinnubrögð, náms- og starfsval, líðan og heilsa og sérúrræði í námi
Námsráðgjöf Listaháskóla Íslands - Stuðningur sem tengist tækifærum í námi, andlegri líðan, samskiptum, framtíðarsýn og tækifærum
Námsráðgjöf Háskólans á Hólum - Vinnubrögð í háskólanámi, persónulegur stuðningur og ráðgjöf við náms- og starfsval
Náms- og starfsráðgjöf Landbúnaðarháskóla Íslands - Vinnubrögð í háskólanámi, námstækni og kvíðastjórnun, sértækir námsörðugleikar
Aðrar upplýsingaveitur
Áttavitinn – margskonar fróðleikur fyrir ungt fólk
Gagnabanki Menntaskólans á Egilsstöðum – fyrir kennara, ráðgjafa, nemendur og forelda
Nám & störf.is – um iðn- og verkgreinar, starfskynningar, keppnir og samstarf
HvaðSvo – möguleikar að loknu námi af sérnámsbrautum
Stuðningsbanki SÍF – um úrræði, aðgengi og þjónustu í framhaldsskólum