Náms- og starfsráðgjöf picture

Náms- og starfsráðgjöf er víða í boði til að auðvelda fólki að ákveða stefnu í námi eða starfi út frá eigin áhuga og styrkleikum.

Ráðgjöfin getur hjálpað til við að finna rétta braut.

Grunnskólar

Hluti sérfræðiþjónustu með áherslu á almenna velferð og framtíðaráform nemenda.

Háskólar

Fjölbreyttur stuðningur svo sem um námsval, vinnubrögð í námi og atvinnuleit.

Framhaldsskólar

Lögbundinn réttur nemenda til þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

Vinnumarkaður

Áhersla á endurmenntun, atvinnuleit og starfsendurhæfingu.

undefined picture

Vinnumálastofnun – Ráðgjöf og þjónusta við atvinnuleitendur og þau sem vilja breyta til á vinnumarkaði er afar fjölbreytt. Hagnýt ráð og aðstoð ráðgjafa ásamt alls kyns gagnlegu efni til stuðnings.

undefined picture

VIRK – starfsendurhæfing – Ráðgjöf og þjónusta hvers markmið er að efla starfsgetu fólks með heilsubrest, og stefna að aukinni þátttöku þess á vinnumarkaði.

undefined picture

Ráðgjöf símenntunarmiðstöðva – Fjórtán símenntunarmiðstöðvar um land allt bjóða þjónustu sem tengist raunfærnimati, ráðgjöf, íslenskukennslu, greiningum á fræðsluþörfum og almennri endurmenntun.

undefined picture

Fjölmenningarsetur / Multicultural Information Centre – Upplýsingaþjónusta fyrir innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi. 'Are you moving to Iceland?'

undefined picture

Enic-Naric á Íslandi – Mat á erlendu háskólanámi og starfsleyfi í löggiltum iðngreinum. Áreiðanlegar upplýsingar um prófgráður, menntakerfi og matsferli í ENIC og NARIC samstarfsnetunum.

undefined picture

FaraBara – Upplýsingar um nám erlendis; hvernig sækja á um og finna styrki Hægt að kynna sér ólík lönd og lesa reynslusögur nemenda.

undefined picture

Félag náms- og starfsráðgjafa – Fagfélag sem tengir saman þá náms- og starfsráðgjöf sem fram fer innan skóla og atvinnulífs. Vefsíða félagsins einnig samvinnuvettvangur náms- og starfsráðgjafa.

undefined picture

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar – Miðlar evrópskum áherslum í náms- og starfsráðgjöf og styður ráðgjafa við að auka möguleika fólks til að læra og vinna innan Evrópu og fá reynslu sína og hæfni metna í öðru landi.

Ráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum

Náms- og starfsráðgjafar eru starfandi við flesta skóla auk annarrar stoðþjónustu. Best er að kynna sér þau mál á heimasíðum hvers skóla.

Ráðgjöf á háskólastigi

Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands - Almenn náms- og starfsráðgjöf, sálfræðiþjónusta, úrræði í námi og prófum, námskeið og Tengslatorg

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans í Reykjavík - Upplýsingar og aðstoð við að ná árangri í námi og átta sig á áhuga sínum og styrkleikum

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri - Almenn náms- og starfsráðgjöf, námskeið, ráðgjöf vegna sértækra úrræða og sálfræðiþjónusta

Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Bifröst - Skipulögð vinnubrögð, náms- og starfsval, líðan og heilsa og sérúrræði í námi

Námsráðgjöf Listaháskóla Íslands - Stuðningur sem tengist tækifærum í námi, andlegri líðan, samskiptum, framtíðarsýn og tækifærum

Námsráðgjöf Háskólans á Hólum - Vinnubrögð í háskólanámi, persónulegur stuðningur og ráðgjöf við náms- og starfsval

Náms- og starfsráðgjöf Landbúnaðarháskóla Íslands - Vinnubrögð í háskólanámi, námstækni og kvíðastjórnun, sértækir námsörðugleikar

Graffiti picture

Aðrar upplýsingaveitur

Áttavitinn – margskonar fróðleikur fyrir ungt fólk

Gagnabanki Menntaskólans á Egilsstöðum – fyrir kennara, ráðgjafa, nemendur og forelda

Nám & störf.is – um iðn- og verkgreinar, starfskynningar, keppnir og samstarf

HvaðSvo – möguleikar að loknu námi af sérnámsbrautum

Stuðningsbanki SÍF – um úrræði, aðgengi og þjónustu í framhaldsskólum

Happy redhead girl picture