Aðstoðarstarf í verslun

Aðstoðarfólk í verslunum sinnir vel afmörkuðum verkefnum undir stjórn deildar- eða verslunarstjóra. Alla jafna er unnið eftir skýrum verklagsreglum, oft til aðstoðar öðru starfsfólki verslunarinnar.

Helstu verkefni:

  • raða vörum í hillur
  • safna saman innkaupakerrum og körfum
  • raða í poka fyrir viðskiptavini
Hvernig verð ég?

Sölu-, markaðs- og rekstrarnám hefur verið í boði á vegum Mímis - símenntunar. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er heimilt að fá námið metið til allt að 51 framhaldsskólaeininga. Tveggja ára Verslunar- og þjónustubraut er einnig við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Hæfnikröfur

Í starfi aðstoðarmanns í verslun þarf að búa yfir grunnþekkingu á helstu vörutegundum sem í boði eru og geta unnið eftir leiðsögn annarra. Mikilvægt er að þekkja starfs- og öryggisreglur vinnustaðarins, geta tekið við og miðlað upplýsingum og komið fram við viðskiptavini af jákvæðni og þjónustulund.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)