Aðstoðarskólastjóri

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla tekur þátt í að skipuleggja skólastarfið, stjórna og eiga dagleg samskipti við nemendur, foreldra og samstarfsfólk með það að markmiði að vinnufriður sé í skólanum, nemendum líði þar vel og séu öruggir. Í forföllum skólastjóra ber aðstoðarskólastjóri ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans.

Helstu verkefni (í samráði við skólastjóra)

  • umsjón með starfsmannamálum
  • stýra stefnumótun og samstarfsverkefnum
  • gerð skólanámskrár og skólaþróunarverkefna
  • agabrot og ágreiningsmál
  • umsýsla námsgagna
  • stjórn námsmats og prófa
  • stundaskrárgerð

Í starfi sem aðstoðarskólastjóri í grunnskóla ertu í miklu samstarfi við nemendur, foreldra, kennara og annað starfsfólk auk stoðþjónustu skólans.

Hvernig verð ég?

Aðstoðarskólastjórar þurfa að hafa löggilt réttindi grunnskólakennara auk viðbótarmenntunar í stjórnun eða kennslureynslu á grunnskólastigi. Námið er í boði við deild kennslu- og menntunarfræði í Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Hæfnikröfur

Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla þarf að geta unnið sjálfstætt og skipulega. Þá er mikilvægt að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir metnaði og áhuga á menntun barna og unglinga. Nauðsynlegt er að vera fær um að leiða samstarf og samræðu ólíkra einstaklinga og geta kynnt skólastarfið innan skólans sem utan.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)