Barþjónn

Barþjónar taka á móti pöntunum og útbúa drykki, áfenga og óáfenga. Í starfinu getur falist að mæla með drykkjum vegna ákveðinna aðstæðna eða tilefna. Sums staðar er verkaskipting á milli barþjóna sem blanda drykki og starfsfólks sem tekur við pöntunum og afgreiðir en oft gera barþjónar hvort tveggja. Í starfi barþjóns þarf að fylgja reglum um afgreiðslu áfengis til dæmis um opnunartíma og að afgreiða ekki fólk sem er áberandi illa drukkið.

Helstu verkefni:

  • taka á móti pöntunum
  • veita upplýsingar um drykki
  • útbúa drykki og afgreiða
  • halda barborði og umhverfi snyrtilegu

Barþjónar starfa víða; á krám, veitingastöðum, hótelum og annars staðar þar sem drykkir eru afgreiddir.

Hvernig verð ég?

Margir barþjónar starfa án formlegrar menntunar í matvæla- eða veitingagreinum. Oft er um að ræða námskeið á vegum vinnuveitanda en barfræði er einnig hluti náms í framreiðslu.

Hæfnikröfur

Í starfi sem barþjónn er mikilvægt að eiga gott með mannleg samskipti og geta unnið náið með öðrum. Barþjónar þurfa að geta unnið um kvöld og helgar, oft undir talsverðu álagi þar sem mikilvægt er að geta tekist á við óvæntar aðstæður af yfirvegun og þjónustulund.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)