Blaðberi

Blaðberar dreifa dagblöðum, tímaritum, auglýsingapésum og litlum pökkum til áskrifenda eða inn á heimili og stofnanir. Starfið fer að mestu fram utandyra.

Algeng verkefni:

  • útburður dagblaða, tímarita og smápakka
  • dreifing auglýsinga- og tilboðsbæklinga
  • viðhalda áskriftarlistum

Flestir blaðberar sinna starfi sínu fótgangandi en einnig hugsanlega á eigin bíl ef aðstæður kalla á slíkt. Í þéttbýli sinna blaðberar afmörkuðum hverfum en geta þurft að sinna stærra svæði í dreifbýli. Hjá blaðberum hefst vinnudagurinn gjarnan snemma við dreifingu blaða sem koma út í byrjun dags.

Hvernig verð ég?

Ekki er krafist formlegrar menntunar til að starfa við blaðburð. Þjálfun fer fram hjá viðkomandi vinnuveitanda.

Hæfnikröfur

Í starfi sem blaðberi er gott að vera við góða heilsu og geta verið úti við þó veður sé vont. Starfið getur reynt á líkamlega; stigar, burður og ganga. Einnig er mikilvægt að geta haldið skipulagi á listum yfir áskrifendur og unnið með hliðsjón af þeim.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)