Blikksmiður

Blikksmiður hannar og smíðar hluti úr þunnplötum, ýmist eftir eigin teikningum eða annarra. Í starfinu felst að setja upp þak-, vegg- og stálgrindaklæðningar, loftræsikerfi, smíða einstaka kerfishluta og þjónusta og viðhalda slíkum kerfum. Blikksmíði er löggilt iðngrein.

Helstu verkefni:

  • smíða, setja upp og stilla lofthita- og loftræsikerfi í byggingar eða skip
  • klæða þök og veggi húsa
  • setja upp þakkanta, þakrennur, niðurföll og gufugleypa
  • staðsetja skynjara og nema fyrir hita- og rakastig í loftræsikerfi
  • vinna fagteikningar

Blikksmiðir sérsmíða einnig ýmsa nytjahluti, svo sem tengivagna og eldvarnahurðir og leiðbeina viðskiptavinum um val á efni og uppsetningu. Blikksmiðir starfa gjarnan hjá framleiðslu-, þjónustu- og verktakafyrirtækjum.

Hvernig verð ég?

Blikksmíði er kennd við Borgarholtsskóla auk þess sem grunndeildir málmiðna má finna víða. Nám blikksmiðs tekur um þrjú ár auk 15 mánaða starfsþjálfunar. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hæfnikröfur

Sem blikksmiður þarftu að hafa góða þekkingu á málmum og málmklæðningum sem og vélum og verkfærum til málmvinnslu. Notaðar eru blikksmíðavélar og ýmis verkfæri við vinnuna, hvort tveggja handstýrð en einnig oft nokkuð flókinn tölvustýrður búnaður.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)