Bókasafnstæknir

Bókasafnstæknar vinna við að afla og miðla upplýsingum, aðstoða við leit í söfnum og  þjónusta viðskiptavini og starfsmenn annarra safna. Bókasafnstæknar veita einnig sérhæfða þjónustu, til dæmis börnum, nemendum, öldruðum og fötluðum.

 

Helstu verkefni:

  • upplýsingaleit á bókasöfnum í gagnagrunnum og gagnabönkum
  • flokkun, skráning, merking og frágangur safnkosts og gagna
  • framsetning kynningarefnis
  • viðhald vefefnis

 

Í starfi bókasafnstæknis gætirðu starfað við hlið bókasafnsfræðings á bókasafni eða í upplýsingamiðstöð.

Hvernig verð ég?

Bókasafnstækni er starfsnámsbraut á sviði upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Grunnnámið er þrjú ár en sérnám í bókasafnstækni tvö ár auk 48 vikna starfsþjálfunar.

Hæfnikröfur

Bókasafnstæknir þarf að þekkja og geta nýtt sér tölvutækni, gagnagrunna og gagnabanka við upplýsingaöflun og upplýsingaleit. Mikilvægt er að kunna að nýta safnkost annarra safna, ólík safnasögn og kunna til verka við skráningu heimilda.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)