Bréfberi

Starf póstbera felst í að flokka póst eftir póstnúmerum og götuheitum og dreifa honum inn á einkaheimili og til fyrirtækja. Um getur verið að ræða ýmiskonar bréf, tímarit, auglýsingaefni, pakka og annað þess háttar. Aðallega er um útivinnu við dreifingu að ræða þar sem flokkun pósts í dag fer að mestu fram í vélum.
 
Helstu verkefni:

  • taka á móti og flokka póst
  • bera út póst

 
Bréfberar starfa flestir hjá Póstinum.

Hvernig verð ég?

Ekki er krafist sérstakrar menntunar til að starfa sem bréfberi. Starfsþjálfun fer fram innan viðkomandi fyrirtækja.

Hæfnikröfur

Bréfberar þurfa að vera samviskusamir, ábyrgðarfullir og þjónustumiðaðir. Mikilvægt er að geta hvort tveggja unnið sjálfstætt og með öðrum. Bréfberi er andlit póstþjónustunnar út á við og þarf oft að geta brugðist hratt og nákvæmlega við, með þarfir kúnnans að leiðarljósi. Gott líkamlegt form er æskilegt og stundum er farið fram á ökuréttindi.

Tengd störf og námsgreinar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)