Djákni

Djákni sinnir sálgæslu, félagslegri og kirkjulegri þjónustu á vegum kirkju, stofnana og félagasamtaka. Starfið er fjölbreytt og lýtur að sálgæslu, fræðslu, barna- og æskulýðsstarfi, fjölskyldustarfi, hópastarfi og starfi með öldruðum.

Helstu verkefni:

  • líknar- og fræðsluþjónusta
  • fjölbreytt kirkjustarf með öllum aldurshópum
  • styðja þau sem eru einmana, búa við heilsubrest eða félagslega einangrun
  • sálgæslustörf

Í starfi sem djákni vinnurðu í samvinnu við kirkjusöfnuð eða við skóla, elli- og hjúkrunarheimili eða sjúkrahús. Djáknar vinna ýmist í samstarfi við presta eða á eigin vegum.

Hvernig verð ég?

Djáknanám er í boði við Háskóla Íslands, annars vegar sem þriggja ára nám til BA – prófs en hins vegar eins árs diplómanám sem viðbót við annað starfstengt háskólanám.

Hæfnikröfur

Í starfi djákna er mikilvægt að búa yfir mikilli fagþekkingu, hafa samkennd með fólki og eiga gott með mannleg samskipti. Þjónustulund og áhugi á kirkjustarfi eru  mikilvægir  þættir sem og að starfa eftir markmiðum Þjóðkirkjunnar. Í þjónustu sinni  klæðast djáknar gjarnan ákveðnum klæðnaði, grænni skyrtu, ölbu og stólu. Til að geta starfað sem djákni þarf að hafa hlotið vígslu sem biskup annast.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)