Efnafræðingur

Efnafræðingar rannsaka efni á vegum vísindastofnana og iðnfyrirtækja ásamt því að annast framleiðslu- og aðferðaþróun, sinna gæðaeftirliti og þróa tækjabúnað. Í starfinu felst að vinna með margvísleg efni, greina þau og/eða breyta. Auk þess sinna efnafræðingar oft kennslu í framhalds- og háskólum.

Helstu verkefni:

  • grunnrannsóknir á sviði efnagreiningar og efnasmíði
  • tilraunir á efnum
  • ákvarða efna- og eðliseiginleika efnasambanda
  • efnagreining og rannsóknir á rannsóknarstofum sjúkrahúsa
  • útbúa lýsingar og staðla fyrir efnaferli, tækjabúnað, afurðir og prófanir

Efnafræðingar sérhæfa sig oft á tilteknu sviði svo sem í eðlisefnafræði, lífrænni- eða ólífrænni efnafræði, efnagreiningu eða reikniefnafræði.

Hvernig verð ég?

Nám í efnafræði til BS – gráðu er þriggja ára háskólanám. Framhaldsnám í greininni er einnig í boði til meistara- og doktorsgráðu.

Hæfnikröfur

Efnafræðingur þarf að hafa áhuga á raunvísindum, þolinmæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Góð tölvu- ensku- og stærðfræðikunnátta er nauðsynleg. Þá ber góður efnafræðingur virðingu fyrir efnunum sem unnið er með og meðhöndlar þau af alúð og varfærni, þar sem mörg þeirra eru hættuleg mannslíkamanum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)