Félagsfræðingur

Félagsfræðingar starfa við að greina og efla skilning á ólíkum sviðum þjóðfélagsins. Rannsóknir félagsfræðinga snúa annars vegar að þróun samfélaga en hins vegar að samskiptum einstaklinga í milli og við stofnanir samfélagsins. Í starfinu felst að safna gögnum um viðhorf, atferli og samskipti fólks og leitast við að lýsa samspilinu milli þessara þátta í fræðilegum eða hagnýtum tilgangi.

Helstu viðfangsefni:

  • velferðarmál og lífskjör
  • afbrot
  • atvinnu- og efnahagslíf
  • fjölmiðlar
  • staða kynjanna
  • málefni innflytjenda
  • unglinga og fjölskyldumál
  • heilbrigði, lýðheilsa og mannfjöldaþróun

Félagsfræðingar vinna hvort tveggja hjá hinu opinbera og í einkageiranum til dæmis við stjórnsýslu, félagsþjónustu, kennslu, rannsóknir eða ráðgjöf. Í starfi félagsfræðings gætirðu sérhæft þig í greinum á borð við fjölmiðlafræði, afbrotafræði, heilbrigðis- og félagsmál eða rannsóknum ýmis konar.

Hvernig verð ég?

Félagsfræði er kennd við Háskóla Íslands. Grunnnámið til BA – gráðu er þrjú ár en einnig er boðið upp á diplómu- og meistaranám.

Hæfnikröfur

Til að starfa sem félagsfræðingur þarf að hafa lokið háskólanámi í greininni. Mikilvægt er að þekkja til gagnasöfnunar, greiningar og úrvinnslu gagna og geta túlkað og skráð niðurstöður og tillögur þeim tengdar.

 

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)