Fjármálastjóri

Fjármálastjórar bera ábyrgð á fjármálum fyrirtækja og gerð fjárhagsáætlana. Í starfinu felst að ákveða hvernig ráðstafa skuli fjármunum, meta áhættu í fjárfestingum og greiða arð. Verkefni fjármálastjóra felst í yfirumsjón með ráðstöfun fjár, tekjuöflun, innheimtu, útborgun, lántöku, varðveislu fjármuna og verðbréfa til að hámarka virði viðkomandi fyrirtækisins.

Helstu verkefni:

  • yfirumsjón með bókhaldi og gerð ársreiknings
  • skýrslu- og áætlanagerð
  • gerð greiðsluáætlana og eftirlit með kostnaði
  • vinna skýrslur um fjárhagslega stöðu fyrirtækis
  • yfirumsjón með fjármagnsflutningum innan lands og utan
  • stýra fundum með starfsmönnum fjármálasviðs

Sem fjármálastjóri gætirðu starfað hjá stórum sem smáum fyrirtækjum, opinberum stofnunum eða hlutafélögum, oftast í nánu samstarfi við forstjóra eða eigendur.

Hvernig verð ég?

Flestir fjármálastjórar eru menntaðir í viðskiptafræðum en margvísleg námskeið og námsleiðir eru í boði við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.

 

Hæfnikröfur

Starf fjármálastjóra tengist mikið tölum og skipulagi. Því er mikilvægt að geta unnið af nákvæmni og sýnt þolinmæði ásamt því að eiga auðvelt með að taka ákvarðanir. Í starfinu eru notuð ýmis forrit sem tengjast fjárreiðum, skipulagi og útreikningum.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)