Flokkstjóri í fiskvinnslu

Flokkstjóri skipuleggur og heldur utan um störf starfsfólks á tilteknu fiskvinnslusvæði. Í starfinu felst að skipa fólki til starfa, sjá til þess að unnið sé eftir fyrirliggjandi verkskipulagi og að verkefni séu rétt unnin.

Flokkstjóri fylgist með því að gæða- og öryggismál séu í lagi og getur þurft að ganga í  einstök störf ef þarf.

Helstu verkefni:

  • taka á móti fólki og koma því til starfa
  • fylgjast með að starfskraftar nýtist sem best
  • sjá til þess að vinnutími sé virtur sem og frítími starfsfólks
  • taka við kvörtunum starfsfólks og ábendingum
  • skipuleggja eftirvinnslu og manna eftir þörfum
  • kalla til iðnaðar- og tæknimenn ef þörf er á
  • frágangur og undirbúningur næsta dags

 

Verkstjóri er næsti yfirmaður flokkstjóra og vinna þeir saman að ákveðnum málum svo sem við undirbúning á vinnslu dagsins eða ef flytja þarf starfsfólk til.

Hvernig verð ég?

Gagnlegar námsleiðir og/eða námskeið kunna að vera í boði t.d. hjá Fisktækniskóla Íslands.

Hæfnikröfur

Flokkstjóri þarf að eiga gott með mannleg samskipti sem eru stór hluti starfsins.  Einnig er mikilvægt að geta unnið nokkuð óreglulegan vinnutíma, mætt fyrst á morgnanna en yfirgefið vinnusvæði síðast.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)