Fótaaðgerðafræðingur

Fótaaðgerðafræðingar ráðleggja um heilbrigði fóta, meðferð og forvarnir fótameina og þau úrræði sem finnast við þeim. Í störfum sínum beita fótaaðgerðafræðingar margvíslegri meðferð og starfa ýmist á einkareknum fótaaðgerðastofum eða í tengslum við opinbera heilsugæslu. Fótaaðgerðafræði er löggilt starfsgrein.

Helstu verkefni:

  • greina orsök fótameins, meðhöndla eða vísa til læknis ef við á
  • hreinsa sigg og neglur
  • líkþorna-, vörtu- og hlífðarmeðferðir
  • meðhöndla sár og sprungur á húð
  • ráðleggja um fótaumhirðu og val á skófatnaði
  • ráðleggja um meðferðir til að minnka verki, dreifa álagi og bæta göngulag
  • útbúa spangir og meðhöndla inngrónar neglur
  • útbúa hlífar, leppa og innlegg
Hvernig verð ég?

Nám í fótaaðgerðafræði er í boði við Íþróttaakademíu Keilis, alls 199 einingar og er sérnámið skipulagt sem þriggja anna samfellt nám.

Hæfnikröfur

Fótaaðgerðafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið fótaaðgerðafræðinámi á framhaldsskólastigi frá viðurkenndri menntastofnun. Fótaaðgerðafræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri ráðgjöf, fræðslu, greiningu og meðhöndlun sem veitt er og hafa góða þekkingu á fótameinum og viðeigandi meðferð. Í starfinu er afar mikilvægt er gera sér grein fyrir smithættu í allri umgengni og við hreinsun áhalda og tækja.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)