Framhaldsskólakennari

Auk kennslu einstakra námsgreina er hlutverk framhaldsskólakennara að þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun auk þess að búa þá undir frekara nám, störf í atvinnulífinu og virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólakennari er lögverndað starfsheiti.

Helstu verkefni:

 • skipuleggja námstímabil og undirbúa kennslustundir
 • útbúa námsefni og námsgögn
 • koma efni til skila í formi fyrirlestra, umræðna, hópvinnu og verklegra æfinga
 • yfirferð og leiðrétting verkefna, ritgerða og prófa
 • sjá um námsmat og prófun
 • aðstoða nemendur við námið
 • fylgjast með í sinni fræðigrein
 • fylgjast með skólasókn nemenda
 • taka þátt í skólaþróun og mótun skólastarfsins

Framhaldsskólakennarar sérhæfa sig í kennslu ákveðinna námsgreina. Starfinu fylgir mikil samvinna við nemendur, aðra kennara og starfsmenn skóla og tengdra stofnanna og nokkur samvinna við foreldra nemenda upp að 18 ára aldri.

Hvernig verð ég?

Til þess að verða framhaldsskólakennari eru nokkrar leiðir samkvæmt lögum:

 

Meistarapróf frá háskóla, á viðurkenndu fræðasviði

 • Annað nám sem jafngildir meistaraprófi
 • Meistararéttindi í iðngrein sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi og að  lágmarki 60 einingar í kennslu- og uppeldisfræði
 • Fullgilt lokapróf í list-, tækni- eða verkgrein sem nýtist til kennslu á framhaldsskólastigi. Námið þarf að samsvara 270–300 einingum, þar af að lágmarki 60 í kennslu- og uppeldisfræði

 

Mismunandi námsleiðir til réttinda sem framhaldsskólakennari eru kenndar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri og listkennsludeild Listaháskólans.

Hæfnikröfur

Framhaldsskólakennarar fá starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og þurfa að hafa lokið meistaraprófi á háskólastigi. Í starfi sem framhaldsskólakennari er æskilegt að eiga gott með mannleg samskipti og búa yfir metnaði og áhuga á menntun og skólastarfi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi þátta á borð við jafnrétti til náms og hlutverki kennara sem fyrirmyndir nemenda. Nauðsynlegt er að hafa til að bera góða tölvukunnáttu og fylgjast vel með nýjungum í starfi.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)