Garðyrkjufræðingur í lífrænni ræktun

Garðyrkjufræðingar í lífrænni ræktun framleiða matjurtir og plöntur, sjá um sölu þeirra og veita ráðgjöf um afurðir lífrænnar ræktunar í gróðurhúsum og úti við.

Helstu verkefni:

  • skipuleggja og fylgja áætlunum um ræktun matjurta með lífrænum aðferðum
  • beita viðurkenndum aðferðum lífrænnar ræktunartækni
  • stýra umhverfisþáttum svo sem lýsingu, hitastigi, áburðargjöf og vökvun

Í starfi sem garðyrkjufræðingur í lífrænni ræktun gætirðu unnið í garðyrkjustöð, gjarnan sem verkstjóri eða ræktunarstjóri.

Hvernig verð ég?

Nám í garðyrkjuframleiðslu er þrjú ár og skiptist í þrjár brautir; garð- og skógarplöntubraut, ylræktarbraut og námsbraut í lífrænni ræktun. Námið er á framhaldsskólastigi, við Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.

Hæfnikröfur

Garðyrkjufræðingur í lífrænni ræktun þarf að þekkja til helstu tegunda í ræktun auk þátta á borð við jarðvegsræktun, áburðargjöf og hvaða áburðarefni eru leyfileg í lífrænni ræktun og viðeigandi viðbrögð við meindýrum og sjúkdómum. Mikilvægt er að gæta að umhverfis- og öryggismálum, geta starfað sjálfstætt og leiðbeint öðrum í starfi.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)