Geislafræðingur

Geislafræðingar vinna við myndgreiningu innan heilbrigðisgeirans í því augnamiði að greina og veita meðferð við margvíslegum sjúkdómum. Starfið felst í að ná myndum af því sem er að gerast í líkamanum og eru notaðar til þess ýmsar aðferðir svo sem röntgen, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni og hljóðbylgjur. Geislafræði er lögvernduð starfsgrein.

Helstu verkefni:

  • myndgreining með röntgen, segulómun og tölvusneiðmyndum
  • rannsóknir til greiningar á sjúkdómum og áverkum
  • geislameðferðir
  • beinþéttnimælingar
  • geislavarnir

Geislafræðingar starfa á myndgreiningardeildum heilbrigðisstofnana, hjá Geislavörnum ríkisins, Hjartavernd og víðar.

Hvernig verð ég?

Geislafræði er kennd við læknadeild Háskóla Íslands. Nám sem veitir starfsréttindi sem geislafræðingur tekur fjögur ár; BS-próf auk diplómanáms sem er fyrra námsár í námi til meistaraprófs.

Hæfnikröfur

Geislafræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og er krafist BS-prófs auk eins árs viðbótarnáms í geislafræði að lágmarki. Geislafræðingur þarf að geta borið ábyrgð á störfum sínum við myndgreiningu og rannsóknir auk þess sem mikilvægt er að virða faglegar takmarkanir og þagnarskyldu þegar við á.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)