Gervahönnuður

Gervahönnuðir búa til gervi og sérstök útlitseinkenni, svo sem skalla, skegg, nef og bólur, á persónur í leikhúsi, kvikmyndum, auglýsingum og annars staðar þar sem þörf er á slíkum útlitsbreytingum.

Helstu verkefni:

  • lesa handrit, hitta listræna stjórnendur og undirbúa frumsýningu verks
  • leggja fram hugmyndir að útliti sögupersónu
  • skapa heildarútlit í samstarfi við leikara og listræna stjórnendur
  • grímugerð, hönnun á gervum, förðun og hárgreiðsla
  • vera til taks á meðan sýningum stendur
  • halda vinnuaðstöðu hreinni, fjarlæga farða og gæta þess að hárkollur og aukahlutir séu í lagi

Gervahönnuðir starfa flestir sem verktakar innan kvikmyndaiðnaðarins og kallast þá leikgervahönnuðir, oftast í samstarfi við annað fagfólk á borð við búningahönnuði, leikstjóra, ljósamenn, hljóðmenn, leikara og förðunarfólk. Í einhverjum tilfellum er hárkollugerð hluti starfsins, aðallega innan leikhúsanna.

Hvernig verð ég?

Nám í gervahönnun er ekki í boði á Íslandi en við Dramatiska Instituded i Svíþjóð má ljúka BA gráðu í greininni.  Hér gætu þó starfstengd námskeið verið í boði s.s. leikhúsförðun eða hárkollugerð.

Hæfnikröfur

Gervahönnuðir þurfa að vera nákvæmir, skapandi, með gott hugmyndaflug og eiga gott með að kynna hugmyndir sínar fyrir öðrum. Mikilvægt er að geta hvort tveggja unnið sjálfstætt og í teymi með öðrum en starfið getur oft á tíðum verið krefjandi og vinnutími óreglulegur.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)