Gjaldkeri í banka

Bankagjaldkerar afgreiða viðskiptavini í sambandi við margs konar peningaumsýslu svo sem innistæður, lán eða greiðslu reikninga.

Helstu verkefni:

  • millifærslur og kaup og sala gjaldeyris
  • taka við ýmis konar greiðslum svo sem vegna lána- og skuldabréfa
  • veita upplýsingar um stöðu reikninga
  • gera upp að loknum vinnudegi

Sem gjaldkeri í banka gætirðu unnið í bankaútibúi eða hjá sparisjóði.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi gjaldkera í banka en stúdentsprófs er oft krafist auk þess sem ýmis starfstengd námskeið geta verið gagnleg. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hæfnikröfur

Bankagjaldkerar þurfa að hafa til að bera ríka þjónustulund auk þess að sýna heiðarleg, ábyrg og nákvæm vinnubrögð. Mikilvægt er að eiga gott með að vinna með tölur auk þess sem þekking á helstu tölvuforritum er nauðsynleg. Í starfinu eru einnig notaðar mynt- og seðlatalningarvélar.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)