Grunnskólakennari

Störf grunnskólakennara felast í sérgreina- eða bekkjarkennslu ásamt því að þjálfa nemendur í félagslegum samskiptum, tjáningu, skipulegum vinnubrögðum og umgengni. Grunnskólakennari er lögverndað starfsheiti.

Helstu verkefni:

  • skipuleggja nám og kennslu
  • kynna og útskýra námsefni fyrir nemendum
  • námsefnisgerð og fyrirlögn verkefna, æfinga og kannana
  • meta árangur nemenda
  • þjálfa nemendur í góðri umgengni
  • fylgjast með mætingu nemenda
  • styðja nemendur í samskiptum og persónulegum málum
  • sitja kennarafundi og taka þátt í mótun skólastarfs

Í starfi sem grunnskólakennari gætirðu haft umsjón með bekk og/eða sérhæft þig á ákveðnu sviði í bók- eða verklegum námsgreinum. Starfinu fylgir mikil samvinna við foreldra og starfsmenn skóla og tengdra stofnanna.

Hvernig verð ég?

Til að verða grunnskólakennari þarf að ljúka fimm ára háskólanámi til meistaragráðu sem gefur löggilt kennararéttindi. Slíkt nám er í boði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Hæfnikröfur

Grunnskólakennarar fá starfsleyfi frá menntamálaráðuneyti og þurfa að hafa lokið meistaraprófi á háskólastigi. Grunnskólakennari þarf að hafa hæfni til að starfa sjálfstætt og getu til að mynda góð tengsl við nemendur, forráðamenn og samstarfsfólk. Í starfinu eru sköpunargáfa, þolinmæði og gott tímaskipulag miklir kostir ásamt því að hafa til að bera hæfni til að stjórna bekkjum og takast á við krefjandi hegðun barna og unglinga.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)