Hafnarvörður

Hafnarverðir starfa við leiðsögn og öryggiseftirlit við höfn en starfssviðið er nokkuð mismunandi eftir höfnum og landsvæðum.

Helstu verkefni:

  • raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og sjá um landfestar
  • afgreiða vatn og rafmagn til skipa
  • tilkynna komu erlendra skipa til tollgæslu ef við á
  • eftirlit með þrifum á hafnarsvæði

Hafnarverðir sinna í sumum tilvikum starfi vigtarmanns og/eða koma að mengunarvörnum. Einnig hafa þeir samskipti og samstarf við bryggjuverði, hafnarstjóra, hafnsögumenn, slippmenn og umboðsmenn skipa.

Hvernig verð ég?

Slysavarnarskóli sjómanna stendur fyrir námskeiði fyrir hafnarverði um hafnaröryggi en ekki er kveðið á um menntun eða þjálfun hafnarvarða í lögum.

Hæfnikröfur

Í starfi er oft gerð er krafa um skipstjórnar- og hafnsöguréttindi.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)