Heimspekingur

Heimspekingar glíma við grundvallarspurningar um lífið og tilveruna. Þau sem titla sig heimspekinga starfa oft við háskóla- eða rannsóknarstofnanir en einnig starfar margt heimspekimenntað fólk við kennslu í grunn- og framhaldsskólum, við blaðamennsku, eða ritstörf ýmiskonar. Mörg störf heimspekinga tengjast einnig sviðum á borð við hagfræði, stærðfræði, bókmenntafræði, lögfræði og sagnfræði.
 
Helstu verkefni:

  • kennsla í framhaldsskólum og háskólum
  • rannsóknir og heimildavinna
  • upplýsingamiðlun
  • fyrirlestrar
Hvernig verð ég?

Heimspeki til BA – prófs er í boði við Háskóla Íslands en þar er einnig hægt að stunda framhaldsnám í heimspeki, heimspekikennslu og hagnýtri siðfræði.

Þá býður Háskólinn á Bifröst upp á svokallað HHS – nám en þar er fléttað saman heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði til BA – prófs.

Hæfnikröfur

Alls staðar þar sem heimspeki er stunduð eru gagnrýnin hugsun og öguð vinnubrögð afar mikilvægir eiginleikar hvort tveggja í námi og starfi. Heimspekingar þurfa að geta tekist á við erfiðar spurningar, til dæmis siðferðileg álitamál um rétt og rangt og geta séð fleiri en eina hlið á hverju máli. Þá er æskilegt að hafa áhuga á rökræðu og margs konar fræðikenningum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)