Hönnuður

Hönnuði er að finna innan margra starfsgreina sem eiga það sameiginlegt að unnið er með sköpun og hagnýtar lausnir. Starf hönnuða felst í að gera hugmynd að veruleika; móta hugmyndir í átt að framleiðslu ákveðinna afurða. Verkefnin eru gjarnan þau að búa til teikningar eða módel sem aðrir síðan vinna eftir.
 
Dæmi um svið hönnuða:

  • Arkitektúr
  • Fata- og textílhönnun
  • Grafísk hönnun
  • Iðn- og vöruhönnun
  • Innanhússarkitektúr
  • Keramík
  • Landslagsarkitektúr
  • Skartgripahönnun
  • Skjáhönnun
Hvernig verð ég?

Hönnuðir geta haft ýmiskonar bakgrunn í námi, til dæmis innan lista, handverks eða upplýsingatækni. Yfirlit námsleiða á Íslandi sem tengjast hönnun er að finna á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Hæfnikröfur

Hönnuðir þurfa að búa yfir ríkri sköpunargáfu, oft innan ákveðinnar atvinnugreinar eða starfssviðs. Í starfi sem hönnuður er einnig mikilvægt að geta hugsað skipulega um hlutverk og notagildi þess sem verið er að vinna að hverju sinni.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)