Húsgagnabólstrari

Húsgagnabólstrarar vinna við að bólstra og klæða ný eða notuð húsgögn auk þess að sinna klæðningum og viðgerðum á innréttingum bíla eða annarra farartækja. Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein.

Helstu verkefni:

  • huga að útliti og eiginleikum húsgagna í samráði við viðskiptavin
  • útbúa teikningar í samráði við hönnuð og/eða viðskiptavin
  • lagfæra grindur í húsgögnum
  • bólstra með fjöðrum, náttúrulegum efnum og/eða gerviefnum
  • sníða, sauma og klæða húsgögn
  • gera við, hreinsa og lita leðurhúsgögn

Í starfi sem húsgagnabólstrari gætirðu unnið á húsgagna- eða bólsturverkstæði, gjarnan í samstarfi við húsgagnasmiði og hönnuði.

Hvernig verð ég?

Húsgagnabólstrun hefur verið í boði við Tækniskólann en engir nemendur hafa útskrifast úr faginu undanfarin ár. Námskeið í bólstrun fyrir byrjendur eru hins vegar einnig kennd við skólann.

Hæfnikröfur

Húsgagnabólstrari þarf að vera skapandi og hugmyndaríkur og geta unnið með höndunum við að teikna og sinna viðhaldi á húsgögnum. Unnið er með efni á borð við ull, bómull og leður og ýmis verkfæri svo sem nálar, skæri, hamar, saumavél og sérhæfðari rafmagns- og loftverkfæri.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)