Húshjálp (Au-pair)

Húshjálp eða au pair tekur að sér að búa hjá fjölskyldu erlendis og fær gistingu, fullt fæði og vasapening gegn því að annast um börn fjölskyldunnar og sinna einföldum heimilisstörfum. Oftast er um eins árs dvöl að ræða og er ferðakostnaður oftast greiddur af húshjálpinni sjálfri.

Helstu verkefni:

  • Passa börn fjölskyldunnar
  • Fylgja börnum í og úr skóla
  • Létt heimilisstörf

Oft er um að ræða 30 stunda vinnuviku með 1 – 2 frídögum auk viku leyfis fyrir hverja sex mánuði í starfi. Annars er vinnutími ákveðinn af viðkomandi fjölskyldu og má a.m.k. reikna með barnapössun síðdegis og á kvöldin, stundum gegn auka greiðslu.

Hvernig verð ég?

Komast þarf í samband við erlenda barnafjölskyldu, annað hvort í gegnum persónuleg tengsl eða með milligöngu samtaka sem sérhæfa sig í slíku og taka greiðslu fyrir þá þjónustu.

Hæfnikröfur

Húshjálp þarf að hafa gaman af að umgangast börn og geta borið á þeim ábyrgð. Einnig er mikilvægt að geta aðlagast nýjum aðstæðum, vera tilbúin til að læra nýtt tungumál og vera forvitin um aðra menningarheima.

Umsóknarskilyrði:

  • 18 ára lágmarksaldur
  • Grunnþekking á viðkomandi tungumáli
  • Æskilegt að hafa reynslu af barnapössun
  • Stundum er farið fram á bílpróf

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)