Jarðlagnatæknir

Jarðlagnatæknar vinna við að leggja rafstrengi, vatnslagir, hitalagnir, fjarskiptalagnir og fráveitur í jörð.

Helstu verkefni:

  • viðhald og viðgerðir strengja, lagna og fráveitna í jörð
  • vinna við nýlagnir
  • grafa fyrir og eftir jarðlögnum
  • ganga frá lögnum og annast lokafrágang eftir jarðvinnu

Í starfi sem jarðlagnatæknir gætirðu til dæmis unnið hjá orkufyrirtækjum, fjarskiptafyrirtækjum, áhaldahúsum bæjar- og sveitarfélaga og verktökum.

Hvernig verð ég?

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur útbúið námskrá í jarðlagnatækni en bæði Mímir – símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hafa boðið upp á námskeið í faginu. Nám í jarðlagnatækni má meta til styttingar á námi í framhaldsskóla, allt að 24 einingum.

Hæfnikröfur

Jarðlagnatæknir þarf að þekkja vel til tæknilegrar vinnu við jarðlagnir, öryggismála sem starfinu tengjast og umhverfissjónarmiða við jarðlagnavinnu. Mikilvægt er að þekkja nokkuð til í jarðvegsfræði, rafmagnsfræði og vélfræði.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)