Jógakennari

Jógakennari kennir jógaæfingar sem ætlaðar eru til að auka vellíðan og hreysti. Starfið byggir á því markmiði að skapa jafnvægi milli hugar og líkama í gegnum hreyfingu, öndun og hugleiðslu.

Helstu verkefni:

  • skipulagning námskeiða og gerð kennsluáætlana
  • kenna einfaldar og flóknar jógaæfingar, öndun og slökun
  • haga kennslunni í samræmi við þarfir nemenda
  • meta framfarir og veita endurgjöf

Sem jógakennari gætirðu unnið víða, svo sem á líkamsræktarstöðvum, sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, skólum eða jógastöðvum. Margir sérhæfa sig í mismunandi aðferðum eða jóga fyrir sérstaka hópa líkt og meðgöngujóga.

Hvernig verð ég?

Jógakennarar þurfa að sækja 200 tíma grunnnámskeið að lágmarki en ýmis konar framhaldsnám er einnig í boði.

Hæfnikröfur

Jógakennarar þurfa að vera í góðu líkamlegu formi og hafa talsverða reynslu af jógaæfingum. Þolinmæði, einbeiting og geta til að setja sig í spor annarra skiptir máli sem og að vera styðjandi og hvetjandi. Góð samskiptafærni og skipulagshæfileikar eru einnig mjög æskilegir. Mikilvægt er að þekkja til meiðsla sem jógaæfingum geta fylgt og geta brugðist við á réttan hátt.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)