Kerfisfræðingur

Kerfisfræðingar annast skipulagningu verkefna sem tengjast tölvukerfum ásamt því að hanna og forrita hugbúnað og annast uppsetningu og viðhald tölvukerfa.

Helstu verkefni:

  • meta og greina þarfir notenda tölvukerfa
  • smíða og prófa forrit eða hugbúnaðarkerfi
  • breyta forritum í samræmi við þarfir notenda
  • gera kostnaðar- og verkáætlanir fyrir tölvukerfi
  • ráðgjöf við val á vél- og hugbúnaði
  • fylgjast með nýjungum sem starfinu tengjast

Sem kerfisfræðingur gætirðu unnið mjög víða, raunar hvar sem tölvur og hugbúnaður er staðsettur, hvort heldur sem er í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum.

Hvernig verð ég?

Nám í kerfisstjórnun til diplómagráðu tekur tvö ár. Við Háskólann í Reykjavík er hægt að bæta við þriðja árinu og ljúka BSc gráðu í tölvunarfræði en slíkt nám er einnig í boði við Háskóla Íslands.

Hæfnikröfur

Kerfisfræðingar þurfa að eiga auðvelt með skipulag og ákvarðanatöku ásamt því að geta hugsað í lausnum. Afar mikilvægt er að hafa áhuga á flestu því sem kemur að tölvum, virkni þeirra, hugbúnaði og forritum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)