Kirkjuvörður – meðhjálpari

Kirkjuverðir sinna móttöku, símsvörun og bókunum vegna kirkjustarfs og taka einnig þátt í helgihaldi og safnaðarstarfi. Í starfinu felst ýmiskonar viðhaldsvinna, þrif og umsjón með húsnæði og kirkjulóð.
Helstu verkefni:

  • opna og loka kirkjuhúsnæði
  • annast kirkjumuni svo sem krossa, kertastjaka og skírnarfonta
  • undirbúa samkomur; raða stólum og stilla upp hljóðkerfi
  • fylgjast með að húsreglum og helgisiðum sé fylgt
  • halda dagbók um notkun kirkjunnar í samráði við prest
  • viðhald og minni háttar viðgerðir
  • sjá til að umhverfi kirkju sé snyrtilegt og greiður aðgangur að henni

Í mörgum tilvikum sinna kirkjuverðir einnig starfi meðhjálpara og aðstoða þá presta við undirbúning og frágang vegna trúarathafna á borð við almennar guðsþjónustur, skírnir, giftingar og útfarir.

Hvernig verð ég?

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi kirkjuvarðar en áhugi á kirkjustarfi er afar æskilegur auk þess sem ýmis konar iðnmenntun getur verið gagnleg.

Hæfnikröfur

Sem kirkjuvörður þarftu að eiga auðvelt með mannleg samskipti auk þess sem sveigjanleiki í starfi og rík þjónustulund eru mikilvægir kostir. Kirkjuverðir þurfa að koma vel fram, geta sýnt samkennd og hafa áhuga á kristilegum málefnum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)