Læknaritari

ATH! – Haustið 2019 breytist starfsheitið læknaritari í heilbrigðisgagnafræðing. Námið flyst yfir á háskólastig og verður í boði við HÍ. – Lýsing í vinnslu.

Læknaritarar skrifa upp sjúkraskýrslur, læknabréf og ýmis konar texta eftir diktafóni, handriti læknis eða hljóðskrá. Í starfinu felst einnig að vera í samskiptum við skjólstæðinga og sjá um að koma skilaboðum til annarra heilbrigðisstarfsmanna. Læknaritari er lögverndað starfsheiti.

Helstu verkefni:

  • umsjón með skráningu sjúkdómsgreininga og aðgerða
  • umsjón með spjaldskrám og varðveislu sjúkraskráa
  • halda utan um tímagjafir í meðferðir og viðtöl

Vinnustaðir læknaritara eru sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, læknastofur og aðrar stofnanir á heilbrigðissviði.

Hvernig verð ég?

Læknaritun er um tveggja ára nám á framhaldsskólastigi, kennt í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Hæfnikröfur

Læknaritarar þurfa að búa yfir góðri tölvukunnáttu og hafa þekkingu á varðveislu upplýsinga, skráningakerfum og upplýsingaleit auk sérhæfðra forrita sem notuð eru á heilbrigðisstofnunum. Mikilvægt er að hafa gott vald á ensku og einu norðurlandamáli auk hæfni til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)