Leikjaforritari

Starf leikjaforritara felst í að skipuleggja, þróa og forrita upplifun spilara í tölvuleikjum. Verkefnin geta verið margvísleg og bæði snúið að möguleikum í leiknum sjálfum sem og þeim verkfærum sem leikjahönnuður þarf til að þróa leikinn áfram.

Dæmi um verkefni:

  • kalla fram eðlilegar hreyfingar karaktera tölvuleiks
  • forrita birtuskilyrði í leiknum
  • reikna út frammistöðu spilara

Leikjaforritarar starfa aðallega hjá fyrirtækjum innan tölvuleikjaiðnaðarins eða þar sem unnið er með sjónræn áhrif og margmiðlun svo sem hjá símafyrirtækjum eða við fjölmiðlun. Oft er um alþjóðlegt starfsumhverfi að ræða.

Hvernig verð ég?

Ýmsar leiðir eru færar til að verða leikjaforritari með námsleiðum innan upplýsinga- og tölvutækni.

Hæfnikröfur

Leikjaforritari þarf að búa yfir góðum skilningi á tækninni á bak við tölvuleiki og því sem hefur áhrif á gæði þeirra og líftíma. Einnig er mikilvæg þekking á mismunandi tegundum tölvuleikja.

Starfið krefst skipulagðra vinnubragða, hvort sem unnið er sjálfstætt eða í hópi með öðrum. Unnið er með fólki með mismunandi bakgrunn og þekkingu þar sem taka þarf tilliti til þeirra sem ekki hafa jafn mikla þekkingu á tæknilegri hliðum vinnunnar.

Tengd störf og námsgreinar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)