Leikmyndasmiður

Leikmyndasmiðir smíða leikmyndir byggðar á vinnuteikningum leikmyndahönnuða. Starfið byggist mikið á því að í flestum tilvikum er ekki verið að smíða hluti til alvöru notkunar heldur sem hluta leikmyndar og leikverks. Mikið er unnið úr tré en einnig smíðað úr efnum á borð við plast, pappa og járn.

Helstu verkefni:

  • vinna eftir teikningum og fyrirmælum leikmyndahönnuðar
  • smíða veggi, stiga, hillur og jafnvel heilu húsin
  • pússa, fræsa og búa til áferð sem óskað er eftir
  • breyta og laga leikmynd eftir þörfum

Leikmyndasmiður getur unnið í leikhúsum, við sjónvarps- eða kvikmyndagerð.

Hvernig verð ég?

Ekki er sérstakt nám í boði fyrir leikmyndasmiði. Trésmíði- og/eða önnur tæknimenntun er hins vegar góður grunnur í starfinu en grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina er kennt víða í framhaldsskólum auk sérnáms í húsasmíði og húsgagnasmíði.

Hæfnikröfur

Leikmyndasmiðir þurfa að geta lesið úr vinnuteikningum og hafa gott almennt verkvit. Æskilegt er að geta hugsað í lausnum og sýnt þolinmæði við vinnuna. Leikmyndasmiður notar margskonar tæki og tól til smíða á borð við hamar, borvél og fræsara.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)