Mannfræðingur

Mannfræðingar rannsaka manninn hvort tveggja sem líf- og félagsveru. Fræðigreinin skiptist því í tvö meginsvið. Félags-og menningarmannfræði fjallar um menningu í víðum skilningi; samfélags-, hag- og stjórnskipan, trúarbrögð, listir og frásagnir en líffræðileg mannfræði um líkamseinkenni mismunandi hópa og skyldleika við aðrar tegundir.

Helstu verkefni:

  • Rannsóknir og vettvangsathuganir
  • Upplýsingasöfnun og úrvinnsla
  • Ráðgjöf og kennsla

 

Mannfræðingar dvelja oft innan ákveðinna menningarsamfélaga til að kynnast  lifnaðarháttum, samskiptum og viðhorfum íbúa.  Störfin geta tengst ýmsum sviðum; söfnum, rannsóknarstofnunum, ráðgjöf eða kennslu.

Hvernig verð ég?

Nám í mannfræði er í boði við Háskóla Íslands, hvort tveggja til BA – prófs og MA – gráðu.

Hæfnikröfur

Mannfræðingar þurfa að hafa áhuga á að kanna og taka þátt í lífi fólks í ólíkum menningarheimum. Meðvitund um eigin mögulega fordóma er mikilvæg sem og  hæfileikar til að virða og skilja ólíkar aðstæður og lífsviðhorf.  Þá er samskiptafærni og hæfileikar til að miðla til annarra afar æskilegir eiginleikar.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)