Matsveinn

Matsveinar matreiða alla rétti sem í boði eru í eldhúsum á minni fiski og flutningaskipum og í litlum mötuneytum. Matsveinar þjóna fólki sem borðar hjá þeim daglega, skipuleggja matseðla og matreiða jafnvel sérstaklega fyrir þá sem haldnir eru fæðuofnæmi eða óþoli.

Helstu verkefni:

  • annast innkaup á hráefni og öðrum vörum fyrir eldhús
  • taka á móti og meðhöndla hráefni
  • semja matseðla með hliðsjón af hollustu og næringargildi
  • matreiða og vinna eftir uppskriftum
  • þjóna fólki til borðs
Hvernig verð ég?

Nám matsveins er tveggja anna nám á framhaldsskólastigi að lokinni sex mánaða starfsþjálfun. Námið er í boði í Menntaskólanum í Kópavogi auk þess sem grunnnám matvælagreina er í boði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Hæfnikröfur

Matsveinn þarf að geta gert áætlanir um innkaup til lengri og skemmri tíma, kunna að setja saman matseðla, geta matreitt allan algengan heimilismat með hliðsjón af hollustu og næringargildi og framreitt matinn á smekklegan hátt. Einnig er mikilvægt að kunna að elda helstu skyndirétti auk þess að geta útbúið hátíðarétti og dúkað borð miðað við hin ýmsu tækifæri.

 

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)