Meindýraeyðir

Meindýraeyðar nota mismunandi aðferðir við að eyða meindýrum og skaðvöldum á borð við geitungabú, rottur, mýs og silfurskottur. Unnið er víða, svo sem í görðum, byggingum og holræsum og eru mismunandi efni, gas og gildrur notaðar í starfinu.

Helstu verkefni:

  • bera kennsl á meindýravandamál og skaðann sem orðinn er
  • meta hvaða meðferð hentar hverju sinni
  • dreifa eiturefnum á viðeigandi staði
  • setja upp viðvörunarskilti og læsa byggingum til að tryggja öryggi
  • hreinsa vinnusvæði að starfi loknu
  • koma í veg fyrir endurtekin meindýravandamál

Margir meindýraeyðar vinna sjálfstætt en einnig hjá hinu opinbera eða einkaaðilum.

Hvernig verð ég?

Ljúka þarf sérstöku námskeiði við Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands til að geta sótt um leyfi til meindýraeyðingar. Að afloknu námskeiði er sótt um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar.

Hæfnikröfur

Meindýraeyðir þarf að búa yfir þjónustulund og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að þekkja lög og reglur um örugga varnarefnanotkun. Þá er áhugi á dýrum og náttúru talsverður kostur. Nauðsynlegt er að hafa öll tilskilin leyfi í fullu gildi.

Nánari upplýsingar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)