Ökukennari

Ökukennarar skipuleggja, undirbúa og annast kennslu í almennri umferð, í ökuskóla og ökugerði. Ökukennslan fer fram í sérútbúinni kennslubifreið. Sýslumenn gefa út löggilt réttindi til ökukennara.

Helstu verkefni:

  • skipuleggja og undirbúa ökukennslu
  • annast ökukennslu með tilliti til hæfni, getu og þarfa ökunema
Hvernig verð ég?

Nám til ökukennararéttinda er skilgreint sem 30 eininga nám á háskólastigi. Við námslok er hægt að sækja um réttindi eru löggildur ökukennari. Ökukennarar þurfa aða hafa náð 21 árs aldri, hafa ekið bifreið að staðaldri síðustu þrjú árin og staðist próf fyrir ökukennara að afloknu ökukennaranámi.

Hæfnikröfur

Ökukennarar þurfa að þekkja vel til á flestum sviðum umferðarfræða, hvort sem um er að ræða lög, reglur og námskrár eða ökutækin sjálf og virkni þeirra. Í starfinu er mikilvægt að geta skiljið, metið og útskýrt fyrir öðrum það sem gerist í umferðinni . Til þess að verða ökukennari þarf alla jafna stúdentspróf eða sambærilega menntun.

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)