Prentsmiður/grafískur miðlari

Prentsmíði og grafísk miðlun er eitt og sama starfið. Prentsmiðir annast forvinnslu prentgripa, sjá um ferlið frá því hugmynd kviknar þar til verk er tilbúið til prentunar eða birtingar. Hlutverk prentsmiða er því að miðla myndum og gögnum þannig að viðtæki; prentgripir og skjáir birti þau gögn rétt og vel. Prentsmíð er löggilt iðngrein.
 
Viðfangsefni prentsmiða eru þrenns konar:

  • umbrot og gagnavinnsla
  • myndvinnsla og útlitsteiknun
  • hönnun

 
Vinna prentsmiða fer að miklu leyti fram í tölvum, í teikni-, myndvinnslu- og umbrotsforritum. Í starfi prentsmiðs gætirðu unnið í prentsmiðjum, auglýsingastofum eða grafískum deildum fyrirtækja.

Hvernig verð ég?

Grafísk miðlun (prentsmíði) er nám á framhaldsskólastigi, kennt við Tækniskólann. Meðalnámstími er þrjú til fjögur ár að meðtalinni 24 vikna starfsþjálfun.

Hæfnikröfur

Prentsmiður/grafískur miðlari þarf að geta tekið á móti texta og myndefni og gengið frá því til prentunar eða birtingar. Einnig þarf að kunna góð skil á textameðferð og textasetningu, þekkja vel leturgerðir og stílbrigði og hafa gott vald á myndbyggingu. Í starfinu er nauðsynlegt að þekkja til vefsmíði og viðmótshönnunar sem og útlitshönnunar fyrir sjónvarp, netmiðla og snjalltæki.

Tengd störf og námsgreinar

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar hjálpa til við upplýsingaleit og aðstoða að finna leiðir til að bæta færni í námi og efla í starfi.

Um er að ræða ráðgjafa símenntunarmiðstöðva, háskóla, á vegum fagráða eða sérfróða um raunfærnimat.

Ábendingar

Vefurinn í er sífelldri vinnslu við að bæta virkni og innihald. Allar ábendingar um úrbætur eru vel þegnar og við hlustum á allt sem notendur hafa að segja.

Umsjón: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Umsjónarmaður: Arnar Þorsteinsson (arnar@frae.is)